Stærðfræði í leikskóla- hugmyndabanki

Tölur og reikningur
Tölur og reikningur
Tölur eru fyrirbæri sem notað er með mismunandi háttum og merkingum. Sem dæmi má nefna að með tölum útskýrum við mismunandi hugtök. Til dæmis tiltölulega einfalda tölu eins og fjóra getum við notað til að vísa til fjögurra fóta á stól (heil tala), fjórða húsið á veginum (raðtala) eða númer strætólínu (Montague-Smith o.fl., 2017). Mikilvægt er að nefna að númer strætólínu til dæmis númer 4 er ekkert tengt heilli tölu fjögur eða raðtölunni fjögur. Með því í huga er skýrt að tölur eru fyrirbæri sem börnin læra og skilja á mismunandi vegu.
Heilar tölur eru tölur sem notast til að telja hluti og segja okkur hversu margir hlutir það eru í setti. (e.cardinal numbers).Við notum tölur einnig til að skilgreina stöðu og röð. Eins og til dæmis: afstöðu barns í röðinni, merkja blaðsíðutal í bókinni eða sæti sigurvegara í keppninni.
Verkefni- stöðurafmagn og tölustafir
Viðfangsefni: talnaskilningur, að læra tölustafi, talning, að nota stöðurafmagn
Markmið með verkefninu: að börnin læra tölustafi og merkingu þeirra, að setja á hvert hús ákveðin magn af hlutum sem passa við tölustaf sem húsin er merkt við
Efniviður: útprentað blað með húsin merkt tölum frá 1-10, blað, rör, og ull (ullavettlinga, ullahúfa)
Fjöldi barna: 2-6
Aldur barnanna: Hentar öllum aldri leikskólans, þau yngstu þurfa aukin stuðning kennarans.
Framkvæmd verkefnisins: Börnin nota ull og núða rörin við ull og svo nota aðdráttarkraft til að færa litla búta og setja á hvert hús ákveðið magn af hlutum sem passa við tölustaf sem húsin eru merkt við. Verkefnið hvetur börnin á skemmtilegan hátt til að læra tölustafi og að leika sér með stöðurafmagn finnst börnum alltaf mjög áhugavert.






Að klappa atkvæði og flokka orð eftir því
Viðfangsefni: að læra tölustafi, flokkun (gögn), hljóðkerfisvitund
Markmið með verkefninu: að börnin læra tölustafi og tengja æfingar í hljóðkerfisvitund við stærðfræðileg hugtök
Efnifiður: plastaðar myndir af dýrum, húllahringir, simbal (það er hægt að nota mismunandi hljóðfæri) og tölustafir
Fjöldi barna: 4-8
Aldur barnana: Hentar öllum aldri leikskólans, þau yngstu þurfa aukin stuðning kennarans
Framkvæmd verkefnisins: Húllahringjum er stillt upp í salnum og hver húllahringur er merktur með tölustaf frá 1-5. Börnin draga eitt dýr í einu, greina hvað mörg atkvæði eru í nafni dýrsins, svo klöppum atkvæði og barnið spilar á simbal hversu mörg atkvæði er í nafni dýrsins sem það dró. Þá setur barnið dýrið í ákveðin húllahring - eftir því hve atkvæðafjöldinn er mikill. Væri einnig gott að búa til þrautabraut og hvetja börn til hreyfingar á milli staða til að færa dýrin. Einnig er hægt að nota plastdýr eða smáhlutasafn.
Hugmynd af verkefninu sá ég á síðunni Börn og tónlist.






Verkefni- að raða hlutum undir tölustafi
Viðfangsefni: talnaskilningur, að læra tölustafi
Markmið með verkefninu: að börnin raða viðeigandi magni af hlutum sem passar undir viðeigandi tölu
Efnifiður: tré tölustafir (hægt er að prenta út og plasta tölustafi), smáhlutir, kubbar (í verkefninu eru notaðir fiskar)
Fjöldi barna: 2
Aldur barnana: börnin á öllum aldri en ef börn eru yngri vantar stuðning kennara
Framkvæmd verkefnisins: Börnin byrja verkefnið með því að raða tölustöfum og svo undir tölustafina telja og raða viðeigandi magn af smáhlutum.



