Stærðfræði í leikskóla- hugmyndabanki


Mynstur
Um mynstur
​Stærðfræði er kölluð vísindi um mynstur (Steen, 1998). Mynstur eru partur af daglegu lífi og mynstur eru í kringum okkur í mismunandum formi. Það eru mynstur í náttúrunni, hvernig dagur og nótt skiptast, mynstur í hegðun eða athöfnum, mynstur í sögum og tónlist. Eiginleiki mynsturs eru að þær eru mynduð af röð af atriðum sem endurtaka sig. Lykilatriði sem einkennir mynstur er endurtekning atriða. Mynstur einkennir það að tveir eða fleiri atriði endurtaka sig eftir ákveðinni reglu. Það er hægt að sjá, heyra eða leika mynstur þegar form, hljóð eða hreyfingar endurtaka sig á ákveðin hátt. Til dæmis: litir, hljóð, hlutir, hreyfingar o.s.frv. Stærðfræðikenningar útskýra tengsl milli mynstra. Pound (2008) leggur áherslu á mikilvægi þess að börn læri um mynstur, ekki aðeins í stærðfræði heldur einnig í öðrum þáttum daglegs lífs. Skilningur á mynstri hjálpar börnum að skilja reglur, taka eftir áhrifum reglna og alhæfa þær (Pound, 2008).
Leikur- Að búa til mynstur í gegnum hreyfingar
Viðfangsefni: mynstur, skilningur barna á mynstri
Markmið með verkefninu: að hvetja börn að taka eftir mynstri, búa til mynstur eftir dæmum, lengja mynstrið og búa til sitt mynstur
Efniviður: Plús- plús kubbar, húllahringir
Aldur barna: 2-6 ára
Fjöldi barna: 4-6
Framkvæmt leiksins: Allar kubbar eru settir á einn stað og börnin hafa sitt pláss inn í húllahringum. Kennari býr til allskonar mynstur og gefur börnunum fyrirmæli að nota ákveðna hreyfingu til að fara og sækja kubbana og fara með þá á sinn stað og búa til sama mynstur og kennarinn bjó til. Hugmyndir fyrir tegundir af mynstri: ABAB, AABB, AABBCCCDDDD
Dæmi um fyrirmæli: að búa til alveg eins mynstur, lengja mynstur, búa til trjár alveg eins mynstur o.s.frv.
Dæmi um hreyfimáta: hoppa á öðrum fæti, hoppa eins og froskur, skríða eins og slanga o.s.frv.






Leikur- mynstur safn
Viðfangsefni: Mynstur
Efniviður: Verðlaus efniviður sem er til í mismunandi formi í öllum leikskólum. Dæmi um efnivið sem var notað: skeljar, steinar, pasta, plast skeiðar, könglar o.s.frv. Hægt er að nota hvaða efnivið sem er, en kostur er að við getum notað opinn, verðlausan efnivið.
Aldur barna: 2-6 ára
Fjöldi barna: 4-6
Undirbúningur: Í undirbúning verkefnisins var notað mismunandi efnivið sem var notað til að búa til mismunandi mynstur. Svo teknar voru myndir af mynstrinu. Myndirnar voru svo prentaðar og plastaðar. Myndirnar og efniviðurinn eru svo notuð til að hvetja börnin að búa til mismunandi myndir.
Framkvæmd verkefnisins: Börnin leika sér með efnivið, rannsaka, búa til mynstur sem eru á myndunum eða búa til mynstur eftir sínum hugmyndum.






Verkefni- mynstur í nátturinni
Viðfangsefni: mynstur, tölur, náttúra
Markmið með verkefninu: að börnin læri mynstur með því að nota efni úr náttúrunni
Efnifiður: laufblöð, steinar, greinar, blóm og annar efniviður sem finnum í náttúrunni
Fjöldi barna: 4-8
Aldur barnana: 4-6
Framkvæmd verkefnisins: Í vettvangsferðinni er stoppað á öruggum stað og kennari gefur börnum fyrirmæli að finna steina, greinar, blóm, köngla (fer eftir náttúrunni í kringum okkur). Hægt er að gefa fyrirmæli á borð við: finnið 5 steina, 3 köngla o.s.frv. Svo er efniviðurinn notaður til að búa til allskonar mynstur.



