top of page

Tölfræði 

       

Tölfræði í leikskólanum

Tölfræði er undirflokkur stærðfræðinnar og í henni felst flokkun gagna, pörun og vinna úr gögnum (e. handling data). Meðhöndlun gagna er afgerandi þáttur í stærðfræði sem snýr að því að safna, tákna og greina gögn til að leysa vandamál eða svara spurningu (Montague-Smith o.fl., 2017). Þegar börn ganga frá efni sem þau notuðu í leik  vinna þau úr gögnum og flokka efni eftir einhverjum eiginleikum. Til dæmis: Allir bílarnir fara í sama kassa. Einnig þegar athugað er hverjir eru mættir í leikskólann og hverjir ekki, eða hvaða ávexti hver vill borða, allar athafnir eru dæmi um meðhöndlun ganga í daglegu starfi. 

Námskrá leikskólans hefur áhrif á hversu vel og oft er unnið með  hugtökin flokkun, pörun og meðhöndlun gagna. Þegar þau eru búin að flokka hluti er unnið áfram með því að setja niðurstöðurnar á töflu eða búa til súlurit. Þetta er leið fyrir börnin að sjá hvernig unnið er með gögn og skilja betur hugtökin. 

Leikir

Á þessari síðu eru  verkefni sem ýta undir skilning barna á stærðfræði með áherslu  á tölfr. Myndirnar hér að ofan tákna mismunandi leiki, með því að smella á þær er hægt að nálgast þá ásamt leiðbeiningum.

                    Sjóræningjaleikur 

Viðfangsefni: flokkun, talning, samvinna, hreyfing. 

Markmiðið í verkefninu: að börnin nota mismunandi hreyfingar til að komast á milli staða, vinna saman til að safna kubbum á sama stað, telja þá og byggja saman með kubbunum 

Efnifiður: kubbar í litum eins og lego eða smellukubbar 

Fjöldi barna:

Aldur barnana: 4-6 ára 

Framkvæmd verkefnisins: Kennari notar málingalímband og merkir á golfinu sjóræningjaskip og 5 eyjur þar sem hver eyja er í mismunandi lit. Ein eyjan með fjarsjóð og á henni eru kubbar í mismunandi litum. Börnin vinna tvö og tvö saman og markmiðið er að safna öllum kubbum sem eru í samsvarandi lit eins og eyja þeirra. Börnin nota mismunandi hreyfingar máta til að komast  á milli eyja. Til dæmis: „synda”, hoppa á öðrum fæti, hoppa eins og frosk o.s.frv. Þegar allir kubbarnir eru komnir á ákveðna eyju, telja börnin þá, skrifa tölurnar og merkja sína eyju. Svo vinna þau saman við að byggja með kubbunum á eyjunni sinni. 

Smellukubbar henta mjög vel í verkefninu af því með því að vinna með þá, vinna börn með tvívíð og svo þrívið form. 

IMG_6001_edited.jpg
IMG_6006.jpeg
IMG_6014.jpeg
IMG_6015_edited.jpg
IMG_6023_edited.jpg
IMG_6021_edited.jpg

       Þrautabraut-  Að flokka form í gegnum hreyfingar

Viðfangsefni:  flokkun, form, útivera, hreyfing: 

Markmiðið með verkefninu: er að börnin læra um mismunandi tegundir af formum. Unnið er með form og flokkun af formum eftir eiginleikum þeirra 

Aldur barna: Börn á öllum aldri

Fjöldi barna: ótakmarkaður

Efniviður: mismunandi form úr plasti, krítarmálning

Í verkefninu er notað krítamálningin til að mála form úti í garði leikskólans. Einnig er hægt að nota krítar eða til dæmis teikna á snjónum. Ef unnið er með eldri börn geta börnin teiknað form á gólfinu sjálf. Notað voru form úr plasti: þrihyrningar, ferningar, rétthyrningar, hringar og sexhyrningar. 

Framkvæmd verkefnisins: Form eru teiknuð  í garðinum og tréspýtur eru notaðar til að búa til þrautabraut. Börnin voru í frjálsum leik í garðinum og þau sem vildu komu að leika sér að flokka form eftir eiginleikum þeirra. Verkefni vakti áhuga barna á öllu aldri. Leikurinn vakti nýjar hugmyndir hjá börnunum og þau fóru að leita af formum í  ​ umhverfinu.

IMG_6115_edited.png
IMG_6121.jpeg
IMG_6122_edited.jpg
IMG_6136_edited.jpg
IMG_6114_edited.jpg
IMG_6124.jpeg

                   Þrautabraut- Flokkun eftir litum 

Viðfangsefni: flokkun, hreyfing 

Markmiðið í verkefninu: að börnin flokka hluti eftir litum. Þau finna sameiginlega eiginleika hluta og flokka þá í söfn. 

Efniviður: fötur í mismunandi litum, plast form á viðeigandi litum (það er hægt að nota alla hluti sem eru í viðeigandi lit) 

Fjöldi barna: óafmarkað 

Aldur barnana: börn á öllum aldri 

Framkvæmd verkefnisins: Kennari ásamt börnum býr til þrautabraut. Notaðar voru spýtur og börnin hvött til að æfa jafnvægi. Börnin færa hluti í mismunandi lit í viðeigandi fötu, einn hlut í einu.

IMG_5962.jpeg
IMG_5981_edited.jpg
IMG_5979_edited.jpg
IMG_5972_edited.jpg
IMG_5964.jpeg
IMG_5963.jpeg

                   Smáhlutasafn-flokkun 

Viðfangsefni: flokkun

Markmiðið með verkefninu: að börn flokka smáhluti eftir eiginleika 

Efniviður: verðlaus efniviður, einningakubbar

Fjöldi barna: 4-6

Aldur barnana: 2-6 ára 

Framkvæmd verkefnisins: Kennari býr til þrautabraut og setur í hvern hring einn hlut úr safninu. Börnin fara í gegnum þrautabrautina og flokka hluti eftir eiginleikum þeirra 

IMG_6760_edited.jpg
IMG_6765_edited.jpg
IMG_6766.HEIC
IMG_6758.HEIC
IMG_6736_edited.jpg
IMG_6752.HEIC
bottom of page