top of page
IMG_5958.jpeg

Rúmfræði og mælingar

 

Rúmfræði 

Rúmfræði er oft skilgreind sem stærðfræði forma, en hún er líka stærðfræði rýmis. Rúmfræði snýst um að börn kanna umhverfið sitt, stærð þess, stöðu, stefnu og hreyfingu í rýminu (Turrou o.fl., 2021). Clements og fleiri (2003) benda á mikilvægi þess að börn fái tækifæri til að læra um rúmfræði á unga aldri. Þess vegna eiga námskrár leikskólans að þróa snemma hugmyndir um rúmfræði, form og mælingar. Jafnframt er mikilvægt  að börn geta greint á milli fjölbreyttra rúmfræðilega forma; að flokka, lýsa, teikna og sjá form; og lýsa og bera saman form út frá eiginleikum þeirra. Að rannsaka form og rými og þróa rúmfræðihugsun hjá ungum börnum leiðir til þess að þau skilja betur rúmfræði og reikning síðar í námi (Clements o.fl., 2003). 

Mælingar

Þegar við skoðum í kringum okkur þá er margt sem er mælt. Hlutverk kennara í leikskólum er að hvetja börn til að kanna  hugtök um mælingar í leikskólaumhverfinu. Minetola og fleiri (2013)  benda á leiðir til að skipuleggja námsumhverfi til að ýta undir skilning á hugtökum.  Þetta felur í sér: að útvega mörg stöðluð mælitæki sem börn geta notað ; að kennari hvetji börn til mælingar ; ræða um ferli á meðan mælingar fara fram; hvetji börn til að leysa vandamál við mælingar (t.d. bera saman þyngd eða lengd hluta); nýta daglega reynslu til að ræða mælingar hugtök o.s.frv. (Minetola o.fl., 2013). Með því að setja markmið til vekja athygli barna um mælingarhugtök myndast tækifæri til að skoða hvað það er sem hægt er að mæla í umhverfinu, úti og inni. 

Leikir

Á þessari síðu eru  verkefni sem ýta undir skilning barna á stærðfræði með áherslu  á rúmfræði. Myndirnar hér að ofan tákna mismunandi leiki, með því að smella á þær er hægt að nálgast þá ásamt leiðbeiningum

          Þrautabraut-  Að flokka form í gegnum hreyfingar

 

Viðfangsefni:  flokkun, form, útivera, hreyfing: 

Markmiðið með verkefninu: er að börnin læra um mismunandi tegundir af formum. Unnið er með form og flokkun af formum eftir eiginleikum þeirra 

Aldur barna: Börn á öllum aldri

Fjöldi barna: ótakmarkaður

Efniviður: mismunandi form úr plasti, krítarmálning

Í verkefninu er notað krítamálningin til að mála form úti í garði leikskólans. Einnig er hægt að nota krítar eða til dæmis teikna á snjónum. Ef unnið er með eldri börn geta börnin teiknað form á gólfinu sjálf. Notað voru form úr plasti: þrihyrningar, ferningar, rétthyrningar, hringar og sexhyrningar. 

Framkvæmd verkefnisins: Form eru teiknuð  í garðinum og tréspýtur eru notaðar til að búa til þrautabraut. Börnin voru í frjálsum leik í garðinum og þau sem vildu komu að leika sér að flokka form eftir eiginleikum þeirra. Verkefni vakti áhuga barna á öllu aldri. Leikurinn vakti nýjar hugmyndir hjá börnunum og þau fóru að leita af formum í  ​ umhverfinu.

 

IMG_6115_edited.png
IMG_6121.jpeg
IMG_6122_edited.jpg
IMG_6136_edited.jpg
IMG_6123.jpeg
IMG_6124.jpeg

   Leikur- Mælum þyngd og flokkum 

 

Markmiðið með verkefninu: er að börnin efla skilning sinn á mælingu, að mæla hluti og bera þá saman. Einnig að efla orðaforða og læra hugtökin léttara/ þyngra. Svo með því að flokka hlutina efla börnin einnig þá færni  með því að nota hana í verkefninu.  

Efniviður: Vog, mismunandi hlutir, blað sem er skipt í tvennt með límbandi sem notað er til að skilja að  léttari og þyngri  hluti.

Fjöldi barna:  í verkefninu er best að vera með hóp af 6–8 börnum

Aldur barnana: Börnin sem tóku þátt í verkefninu voru á aldrinum 5–6 ára en verkefnið hentar mjög vel einnig fyrir yngri börn, þau yngstu börn  þurfa aukin stuðning kennarans

Undirbúningur: Kennari undirbýr smáhlutasöfn, hlutir í  mismunandi stærðum. Í verkefninu notum einnig blað sem er skipt á tvennt og til að búa til pláss sem börnin flokka hlutir. 

Framkvæmd verkefnisins: Verkefni felst í því að velja ákveðinn hlut sem við ætlum að mæla og bera við aðra hluti í safninu. Svo setja börnin þennan hlut  á ákveðinn stað eftir því hvort þeir eru léttari eða þyngri en hluturinn sem miðað er við

IMG_6141.jpeg
IMG_6137.jpeg
IMG_6146.jpeg
IMG_6149_edited.jpg
IMG_6147.jpeg
IMG_6152.jpeg

Leikur- Formaþraut

 

Viðfangsefni: form, flokkun

Markmið með verkefninu: að börnin læra form og að þekkja einkenni þeirra, flokka form eftir eiginleikum

Efnifiður: krít, mismunandi plöstuð form 

Fjöldi barna: 6-8

Aldur barnana: 2-6 ára 

Undirbúningur verkefnisins: kennari ásamt börnum  teikna þrautabraut á leikskólalóðinni

Framkvæmd verkefnisins: Börnin skiptast á  að draga eitt form í einu  og fara í gegnum þrautabraut með því að stíga bara á viðeigandi form. Svo á endanum þegar er öll form er búin vinna börnin saman og raða form á þrautabrautina.

IMG_6618_edited_edited.jpg
IMG_6623_edited.jpg
IMG_6626_edited.jpg
IMG_6619.jpeg
IMG_6621_edited.jpg
IMG_6628_edited.jpg

Leikur- Mælum lengd á ferð bíla 

 

Viðfangsefni: mælingar, lengd, fjarlægð

Markmið með verkefninu: að börnin efla skilning á lengd og að mæla lengd og fjarlægð

Efnifiður: bílar í mismunandi stærð, blað sem sýnir lengd í sentimetrum (þeir merktir inn á blaðið líkt og um reglustiku væri að ræða)

Fjöldi barna: 4

Aldur barnana: börnin á öllum aldri, þau yngri börn þurfa aukin stuðning kennarans

Framkvæmd verkefnisins: Blað sem er merkt með sentimetrum er límt á gólf. Svo keyrir eitt barn í einu bíl í gegnum rör og því næst er mælt hversu langt hver bíll kemst. Einnig er hægt að mæla fjarlægð á milli bíla og skrifa niður á blað.

IMG_6708 2.HEIC
IMG_6733 2_edited.jpg
IMG_6728 2.heic
IMG_6700 2_edited.jpg

Leikur- Fötuleit 

 

Viðfangsefni: Afstöðuhugtök, rúmskyn, átt og stefna, útinám.

Markmið með verkefninu: að börnin læra stefnu, efla rúmskyn og skilji afstöðuhugtök

Efnifiður: spjöld með fyrirmælum, mismunandi efniviður sem er á leikskólalóðinni 

Fjöldi barna: 4-8

Aldur barnana: 4-6 ára 

Undirbúningur verkefnisins: kennari undirbýr spjöld með mismunandi fyrirmælum til að efla afstöðuhugtök hjá börnum. Til dæmis: finna skóflu undir kastalanum; finna fötu  á milli rólanna; finna bolta uppi á kastalanum o.s.frv. Áður en farið er út felur kennarinn allar hluti á ákveðin stað. 

Framkvæmd verkefnisins: Börnin einn í einu draga úr spjaldinu og fara að finna hlut sem er á spjaldinu. Hægt er einnig að breyta leiknum þannig að í staðinn að finna hlutir geta börn farið og sett þá á ákveðinn stað eða þegar allir hlutirnir hafa verið fundnir er hægt að fela þá aftur á nýjan leik.

IMG_6612.jpeg
IMG_6613.jpeg
IMG_6614.jpeg
IMG_6617.jpeg

Leikur–fjársjóðsleit

 

Viðfangsefni: rúmskynjun, átt og stefna

Markmið með verkefninu: að efla rúmskynjun hjá börnum með því að láta  þau æfa sig í að nota kort og leita af því sem kemur fram á kortinu 

Efnifiður: kort af leikskólalóðinni (teiknað eftir kennaranum eða prentað út), hlutir sem kennari felur á  skólalóðinni (í leiknum notaði ég 6 bolta í mismunandi stærð og sýndi börnum mynd af þeim) 

Fjöldi barna: 4-6

Aldur barnana: 4-6  ára 

Undirbúningur verkefnisins: kennari teiknar kort af leikskólalóðinni og felur hluti á ákveðnum stöðum á leikskólalóðinni, á kortinu er merkt við hvar hlutina má finna.

Framkvæmd verkefnisins: Börnin lesa í kort  og fara og leita hlutanna á skólalóðinni.  Öll börn geta farið saman að leita eða hvert í sínu lagi.

IMG_6635_edited.jpg
IMG_6771_edited.jpg
IMG_6775.HEIC
IMG_6776_edited.jpg

 

Afmæliskaka

 

Viðfangsefni: mælingar, talning 

Markmiðið með verkefninu: að efla skilning barna á mælingar hugtökum, mæla, telja og greina hversu mikið og hve marga 

Efnifiður: sandur, vatn og mismunandi efniviður  sem er á leikskólalóðinni eða úti í náttúrunni 

Fjöldi barna: 4-6

Aldur barnana: 2-6 ára 

Undirbúningur verkefnisins: Kennari býr til uppskrift á afmælisköku og kemur fram með efnivið sem börnin nota við kökugerðina

Framkvæmd verkefnisins: Börnin fara eftir fyrirmælum sem eru í uppskriftinni og búa til köku, hvert barn fær að mæla og setja inn í köku ákveðin efni. 

 

Afmæliskakan                                          Bollakökur 

Uppskrift:                                                          Uppskrift:

10 skeiðar sand                                                5 skóflur af sandi                                 

20 bolla vatn                                                     8 botla af vatni 

5 steina                                                             12 steina og 12 laufblöð til skreytinga

5 köngla                                                            10 greina

10 greina 

 

IMG_6769.HEIC
IMG_6786 2_edited.jpg
IMG_6783 2_edited.jpg
IMG_6795.HEIC
bottom of page