top of page

Þróun stærðfræðilegrar hugsunar barna

IMG_5992.jpeg

Markmiðin á bak við  hugmyndabankann Stærðfræði í leikskóla er að nám ungra barna á að vera bæði skemmtilegt og fræðandi. Verkefnin á vefsíðunni eru unnin með það í huga að gefa þeim sem vinna í leikskólum hugmyndir um verkefnin sem ýta undir stærðfræðilega hugsun barna og hvetja þau til að efla skilning um mismunandi stærðfræðilega hugtök. 

​

​

 

Háskóli Íslands
Aleksandra Bosnjak
leiðbenandi:
Margrét Sigríður Björnsdóttir
 
 

Þessi vefsíða „Stærðfræði í leikskólanum–hugmyndabanki" ásamt greinargerðinni er B. Ed lokaverkefnið mitt í Leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands. Stærðfræði er grein sem ég hef alltaf haft  mikinn áhuga  á. Hún er bæði skemmtileg og áhugaverð.Stærðfræði er nákvæm vísindi og í henni  er niðurstaðan ekki háð huglægu áliti áhorfenda. Stærðfræðin er allt í kringum okkur og við notum hana daglega án þess að við séum meðvituð um það. Ég hef 12 ára reynslu af leikskólastarfi og tek ég eftir að stærðfræði birtist alls staðar í daglegu starfi leikskólans.  Í vinnu minni í leikskólanum hef ég reynt  að leggja áherslu á stærðfræði og skoða ávallt möguleika  til að virkja börn í námi með því að  vekja  áhuga þeirra og skapa gleði. Leikur, útivera og hreyfing barna eru mikilvægir þættir í námi þeirra. Þar af leiðandi reyndi ég að  flétta þessa þætti saman með stærðfræði til að skapa áhugaverð verkefni og safna þeim í hugmyndabankann sem kynntur er hér.


Vefsíðan Stærðfræði í leikskóla–hugmyndabanki 
 

Stærðfræði í leikskóla–hugmyndabanki inniheldur hugmyndabanka með einföldum stærðfræðiverkefnum og leikjum fyrir börn á leikskólaaldri. Markmiðin með leiki í hugmyndabankanum er að börn læra stærðfræðileg hugtök og efla stærðfræðilegan skilning í gegnum leik. Einnig að þau efla þekkingu sína með virkri þátttöku í verkefnum. Verkefnin í hugmyndabankanum eru flokkuð eftir megin undirflokkum stærðfræðinnar sem eru: tölur og reikningur;  rúmfræði og mælingar, mynstur og tölfræði.  Viðfangsefnin sem unnið er með í verkefnunum eru fjölbreytt og í þeim fléttast nokkur stærðfræðileg hugtök saman. Verkefnin eru einföld og tekur aðeins lítinn tíma fyrir kennara að undirbúa þau. Jafnframt snýst hugmynd mín að í unnið er með opinn efnivið sem fyrirfinnst og er aðgengilegur í flestum leikskólum. Verkefnin hef ég unnið með tveggja til sex ára  börnum í leikskólanum. Myndir fylgja með til að útskýra hvernig verkefnin eru framkvæmd.

bottom of page