top of page
IMG_4209.jpeg

Daglegt starf

      Stærðfræði í daglegum starfi í leikskólanum 

Stærðfræði birtist  alls staðar í daglegu starfi leikskólans. Í leikskólanum eru kubbar í mörgum stærðum og formum. Einingakubbar kapla kubbar, lego kubbar og smellu kubbar ... Leikur með þessum kubbum ýtir undir stærðfræðilega  hugsun barna. Allskonar spil, leikefni og bækur eru einnig góð uppspretta stærðfræðináms í leikskólanum. Stærðfræði birtist í mismunandi leik barna inni og úti. Börnin afla rökhugsun, reikna og leysa vandamál í leik. Til dæmis: í bílaleik, í leiki með leirinn, í  sandkassanum og á meðan börnin sulla, í vettvangsferðum... Hlutverk kennara er að undirbúa námsumhverfi með því í huga að ýta undir stærðfræðilega hugsun barna. Einnig að spyrja spurninga og nýta tækifæri til að kenna börnum stærðfræði. Í fataklefanum, við matarborðið, í samverustundum, á meðan lesið er fyrir börn, í vettvangsferðum o.s.frv. Möguleikar fyrir stærðfræðikennslu eru óteljandi mörg og það er í höndum þeirra sem vinna í leikskóla að finna bestu leiðirnar til að ýta undir stærðfræðilega hugsun barna. 

bottom of page